Axon ehf. er lítið en öflugt hugbúnaðarhús með áratuga reynslu af hugbúnaðarþróun.

Við höfum mjög breiða reynslu og getum tekið að okkur verkefni af ýmsum toga, allt frá almennri forritun á hærri stigum til forritunar mjög nálægt vélbúnaðinum.

Dæmi um verkefni sem við getum tekið að okkur eru:

  • Kerfishönnun
  • Verkefnastjórnun
  • Forritun dreifðra kerfa
  • Vefforritun
  • Bakendaforritun
  • Uppsetning og viðhald SQL gagnagrunna
  • Gagnahreinsun
  • Líkanagerð og bestun

Lestu nánar um verkefni sem við höfum tekið að okkur.

Vandvirkni er okkar aðalsmerki enda leggjum við okkur fram við að leysa það sem við tökum að okkur vel af hendi. Við fylgjum mjög ákveðnu þróunarferli sem hefur reynst okkur mjög vel við að tryggja afhendingu hugbúnaðar sem virkar rétt og uppfyllir kröfur viðskiptavinarins.

Hafðu endilega samband og við getum rætt hvaða lausn hentar þér best. Það kostar ekkert.